13.12.2013 23:42

Vinna á morgun 14. des.


Sæl öllsömul.
Er ekki gott að hvíla sig á jólabakstrinum, jólakortunum og hreingerningunum og mæta upp í reiðhöll og aðeins að taka á því.
Við þurfum að setja þakið yfir kompurnar sem við höfum verið að útbúa og eitt og annað sem við gætum tínt til.
Mæting kl. 10.00 laugardaginn 14. des.
Kveðja formaðurinn.

06.12.2013 17:12

Dagskrá Mána

 
Dagskrá hestamannafélagsins Mána er komin á heimasíðu Mána.
Margir Brimfaxafélagar eru einnig Mánafélagar og frábært samstarf hefur verið á milli Brimfaxa og Mána. Þeir sem eru ekki í Mánafélaginu eru hvattir til að taka þátt í opnum viðburðum á Mánagrundinni.
Dagskrána má sjá hér: http://mani.is/dagskra/dagskra-2014
Góða helgi. smiley
 

05.12.2013 17:01

Jólakortin


Mynd: Jóhanna Harðardóttir

Krakkarnir í Brimfaxa mættu í Stakkavík að teikna, mála og lita á jólakort og umslög handa styrktaraðilum Brimfaxa. Létt var yfir krökkunum og að loknu verki var óvænt pizzuveisla sem vakti mikla lukku. Nokkrar myndir eru komnar í myndaalbúmið.
Kveðja,
Æskulýðsnefndin.

03.12.2013 11:17

Myndir frá aðalfundi



Nokkrar myndir frá aðalfundinum eru komnar í myndaalbúmið.

30.11.2013 16:04

Kvennanefnd Brimfaxa

Fyrsta kvennadeild Brimfaxa var stofnuð á aðalfundi Brimfaxa þann 28. nóvember 2013.
 
Nefndina skipa: (raðað eftir stafrófsröð)
Jónína Berglind Ívarsdóttir
Guðmunda Kristjánsdóttir
Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir
Kolbrún Jóhannsdóttir
Kristólína Þorláksdóttir
Sigríður Helga Guðmundsdóttir
 
Mynd: Stefán Þór Kristjánsson.
 
Talið frá vinstri:
Guðmunda, Kolbrún, Jónína, Guðveig, Sigríður og Kristólína.
 

29.11.2013 10:16

Jólakortagerð



Þann 4. des. nk (miðvikud.) frá kl. 17:30 - 19:30 ætlum við í æskulýðsdeild Brimfaxa að hittast í Stakkavík og gera jólakort sem við ætlum svo að senda til styrktaraðilana okkar.
Við verðum með arkir og umslög en gott væri að þeir krakkar sem geta, myndu koma með liti, penna, límmiða, lím, skæri eða eitthvað annað sem væri hægt að nota til að gera kortin. Ef einhver getur ekki komið með liti og fl. þá verðum við með ritföng sem þið getið notað og skipst á.
Kveðja
Æskulýðsnefndin.

27.11.2013 11:52

Aðalfundur 28.nóv.


Mynd: Styrmir Jóhannsson.

Minnum á aðalfund Brimfaxa sem verður á Salthúsinu fimmtudaginn 28.nóv. 2013 kl. 20:00
 
Kveðja, stjórnin.

21.11.2013 07:45

Forsala á landsmót 2014



21.Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu dagana 30.júní -6.júlí 2014. Landsmótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi - viðburður sem enginn ætti að missa af.

Þér býðst að kaupa vikupassa á Landsmót á frábærum forsölukjörum!

Meðlimir í LH/BÍ greiða aðeins kr.12.000 fyrir vikupassann.

Athugið! Þetta dúndurtilboð stendur aðeins til og með 31.12.2013

Miðasalan er opin!
https://tickets.landsmot.is/

19.11.2013 07:42

Aðalfundur 28. nóv.



Aðalfundur Brimfaxa verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:00 á Salthúsinu.
Kveðja,
Stjórnin.

15.11.2013 19:40

Reiðhöllin í fyrramálið

Vinna á morgun í reiðhöllinni mæting kl. 10.00
Hlakka til að sjá ykkur hress og kát.
kv. Formaðurinn.

14.11.2013 13:51

Skýrslur

 
Skýrslur æskulýðsnefnda 2013 eru nú aðgengilegar á heimasíðu LH.
 
Æskulýðsnefnd Brimfaxa sendi inn sína skýrslu sem má sjá hér:

01.11.2013 22:03

Reiðhöllin

Heil og sæl öll sömul.
Á morgun laugardag ætlum við að vinna í reiðhöllinni við að innrétta og fl.
Vonandi sjáum við sem flesta hressa og káta kl. 10.00.
Kv. herra Hilmar formaður.
Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453124
Samtals gestir: 46100
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:30:03