20.11.2014 21:42

Jólakortagerðin í Stakkavík

Við verðum í Stakkavík á morgun á milli 17:30 - 19:30 að gera jólakortin.
Sjá nánar auglýsingu neðar á síðunni.
Kv. Æskulýðsnefnd.

20.11.2014 15:10

Fyrirlesturinn á föstud. NÝ AUGLÝSING

Hestamenn á Suðurnesjum!

Dýralæknastofa Suðurnesja stendur fyrir fræðslufundi í félagsheimili Mána á Mánagrund
föstudaginn 21. nóvember kl. 18:00.

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma leiðir fundargesti í allan sannleik um ormasýkingar í hrossum.
Einnig ræðir hún um nýju reglugerðina um velferð hrossa.

Einar Ásgeirsson, hestafræðingur kynnir kjarnfóður- og bætiefnaúrval Líflands
með tilliti til fóðurþarfa hestsins.

Húsið opnar kl. 17:45 og fundurinn hefst kl. 18:00

Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

14.11.2014 14:29

Jólakortagerð

Föstudaginn 21 nóv. frá kl. 17:30 - 19:30 ætlum við í æskulýðsdeildinni að hittast og gera jólakort sem verða send til styrktaraðilana okkar.
Við verðum með arkir og umslög en gott væri að þeir krakkar sem geta, myndu koma með liti og eitthvað annað sem væri hægt að nota til að gera kortin. Ef einhver getur ekki komið með liti og fl. þá verðum við með ritföng sem hægt er að nota og skiptast á.
Það verður jólastemning hjá okkur með jólalögum, piparkökum og fleira.
Staðsetning verður auglýst þegar nær dregur.
Kveðja,
Æskulýðsnefnd.

12.11.2014 17:23

Auglýsing frá Dýralæknastofu Suðurnesja

Hestamenn á Suðurnesjum!

Dýralæknastofa Suðurnesja stendur fyrir fræðslufundi í félagsheimili Mána á Mánagrund
föstudaginn 21. nóvember kl. 18:00.

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma leiðir fundargesti í allan sannleik um
ormasýkingar í hrossum.
Einnig ræðir hún um nýju reglugerðina um velferð hrossa.

Húsið opnar kl. 17:45 og fundurinn hefst kl. 18:00

Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

03.11.2014 19:08

Hádegisfyrirlestur 5. nóv - leiðir að árangursríkum foreldrasamskiptum

 

Miðvikudaginn 5. nóvember verður opinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Þar mun Margrét Sigmarsdóttir upppeldissálfræðingur fjalla um erfið foreldrasamskipti og leiðir til að gera samskiptin árangursríkari.
 
Farið verður yfir gagnlegar aðferðir í virkum samskiptum, lausnaleit og tilfinningastjórnun. Sjónarhorn þjálfarans verður í brennidepli.
 
Þátttakan er ókeypis og öllum heimil. Skráning fer fram á skraning@isi.is
 
Að lokinni framsögu mun verða opið fyrir spurningar úr sal. 
Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu með því að smella á tengilinn hér:
 
 
Kær kveðja
Þórarinn Alvar Þórarinsson
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
 

 

29.10.2014 13:09

Myndir frá aðalfundinum

Myndir frá aðalfundinum eru komnar í myndaalbúmið.

27.10.2014 13:25

Íþróttamaður Brimfaxa

Í fyrsta sinn nú í ár var íþróttamaður Brimfaxa valinn og voru verðlaunin afhent á aðalfundi félagsins þann 22. október. Í þetta sinn voru 2 stúlkur úr unglingaflokki valdar, þær Aldís Gestsdóttir og Sylvía Sól Magnúsdóttir. Þær hafa kept á allnokkrum opnum mótum fyrir Brimfaxa á árinu í fjórgangi og tölti. Með dugnaði og metnaði hafa þær farið vaxandi með hverju móti og verið félagi sínu til sóma og fyrirmyndar.

Verðlaunin voru glæsilegir áritaðir glerplattar og verslunin Hestar og menn gáfu höfuðleður, nasamúl og buff.

23.10.2014 14:57

Kvennadeild Brimfaxa


Kvennadeild Brimfaxa var stofnað á aðalfundi Brimfaxa 28. nóvember 2013. Markmið deildarinnar er að efla samstöðu og samvinnu kvenna innar Brimfaxa einkum með því að standa fyrir fræðslu, skemmtanahaldi og fjáröflun fyrir félagið okkar.

Það helsta sem við tókum að okkur á þessu fyrsta ári okkar var að sjá um kaffiveitingar á dráttarvélasýningu hjá Hemma staðsett í Geoplank. Einnig sáum við um kaffisölu á Kattarsýningu í Brimfaxahöllinni, þrátt fyrir að ekki er allt tilbúið þar. Farið var í skemmtilega kvennareið þar sem konur skemmtu sér vel saman á gæðingum sínum.

Stjórn Kvennadeildar Brimfaxa býður þig velkomna til starfa með okkur í nýstofnaðri kvennadeild félagsins. Við tökum fram að ekki er nauðsynlegt að fara á hestbak til að vera í hestamennsku, aðeins að vera með og taka þátt í félagsstarfinu okkar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta stjórnar þær Guðveigu, Sigríði og Kristólínu færa formanni Brimfaxa Hilmari gjöf frá kvennadeilinni sem mun koma sér vel í reiðhöllinni kaffivél, kaffikönnu og rafmagnssúpupott.

Fyrsta stjórn félagsins er skipuð eftirfarandi konum.

Formaður: Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir
Ritari: Guðmunda Kristjánsdóttir
Gjaldkeri: Kristólína Þorláksdóttir
Meðstjórnandi: Jónína Berglind Ívarsdóttir
Meðstjórnandi: Kolbrún Jóhannsdóttir
Meðstjórnandi: Sigríður Helga Guðmundsdóttir
 
Fyrir hönd kvennadeildar Brimfaxa
Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir, formaður.

 

22.10.2014 23:05

Ný stjórn Brimfaxa

Hilmar Knútsson var endurkjörin formaður Brimfaxa á aðalfundinum.
Nýja stjórn skipa (talið frá vinstri á myndinni)
Styrmir Jóhannsson
Jón Ásgeir Helgason
Jóhanna Harðardóttir
Hilmar Knútsson
Steingrímur Pétursson

21.10.2014 21:44

Aðalfundurinn

Heil og sæl öllsömul.
Um leið og ég minni á fundinn í Salthúsinu á morgun 22. okt. kl. 20:00 þá birti ég dagskrá fundarins eins og hún verður.

1. Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Gjaldkeri fer yfir reikninga  félagsins og fjárhagsáætlun næsta árs.
4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
5. Skýrsla Æskulýðsnefndar.
      Kaffihlé
6. Jón G. Óttarsson fer yfir reikninga og stöðu reiðhallarinnar.
7. Árgjald ákveðið.
8. Kosning formanns.
9. Kosning stjórnar
10. Önnur mál.
11. Fundi frestað fram á nýtt ár.

14.10.2014 22:29

Íslenski hesturinn

Hér er vefsíða um íslenska hestinn, þar sem má finna ýmsan fróðleik.

12.10.2014 17:37

Aðalfundurinn 22. okt.

Sælir félagar.
Þar sem okkar ástsæli gjaldkeri varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að lenda í árekstri og slasast, þá ætlum við að færa aðalfundinn aftar. Við setjum hann á miðvikudaginn 22. október kl. 20 og vonumst til að Styrmir verði farinn að braggast. Um leið og við óskum Styrmi góðs bata þá vonum við að þið látið sjá ykkur sem flest á fundinum.
Kv.
Stjórnin.

07.10.2014 18:13

Námskeið fyrir þig!

Aðsent.

Frumtamningar á Miðfossum.
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn í eðli og atferli hrossa og nái hæfni til að beita viðurkenndum aðferðum við frumtamningar hrossa. Í lok námskeiðs eru öll hross orðin reiðfær, sem þýðir að þau hafa grunnskilning á helstu ábendingum og hægt verður að ríða þeim í frjálsri reið.

 Á námskeiðið mætir hver nemandi með eitt ótamið unghross sem þó má vera bandvant. Innifalið í verði er aðstaða fyrir hrossin á vinnuhelgum á Miðfossum og hámarksfjöldi nemenda er 12, með eitt hross hver.

Kennari: Sigvaldi Lárus Guðmundsson tamningamaður og reiðkennari við LbhÍ.

Tími: Fös. 7. nóv, kl. 17-19, lau. 8. nóv, kl. 9-17, sun. 9. nóv, kl. 9-17, fös. 14. nóv, kl. 17-19, lau. 15. nóv. kl. 9-17, sun. 16. nóv. kl. 9-17, fös. 28. nóv, kl. 17-19, lau. 29. nóv, kl. 9-17, sun. 30. nóv, kl. 9-17 og fös. 12. des, kl. 17-19, lau. 13. des,   kl. 9-17 og sun. 14. des, kl. 9-17 hjá LbhÍ á Miðfossum (96 kennslustundir)

Verð: 89.000kr (matur og gisting er ekki innifalið í verði)

Skráðu þig núna!
Sími 433-5000

02.10.2014 18:54

Aðalfundi hnikað um einn dag

Kæru félagar.
Þar sem Helgi Björs er með tónleika í Salthúsinu 15. okt þá verðum við að hnika aðalfundinum um einn dag og halda fundinn þann 16. okt kl. 20 í Salthúsinu.
Vonandi veldur þetta ekki vandræðum í okkar röðum.
Hlakka til að sjá ykkur hress og kát og tilbúin að takast á við þau verkefni sem bíða ( svo sem 1 stk. reiðhöll. )
Kær kveðja.
Formaðurinn

24.09.2014 14:20

Umsókn um þjálfarastyrk

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. 

Umsóknarfrestur er til 10. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu ÍSÍ http://www.isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Eydublod/umsokn_um_thjalfarastyrk.pdf

Kær kveðja
Ragnhildur Skúladóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands / The National Olympic and Sports Association of Iceland
Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 154
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 913534
Samtals gestir: 111203
Tölur uppfærðar: 20.6.2019 20:58:45