24.05.2014 16:50

Töltmótið á morgun


 
Töltmót Brimfaxa verður á morgun sunnud. 25. maí kl. 14:00.
 
Mótið byrjar kl. 14:00 á pollaflokk og þar strax á eftir barnaflokk og unglingaflokk. 
Síðan verður 30. mín hlé og byrjað á kvennaflokk og síðan karlaflokk. 
 
5 efstu sætin verðlaunuð í öllum flokkum nema í pollaflokk þá fá allir þáttökuverðlaun.
 
Eingöngu skuldlausir félagmenn hafa þáttökurétt.
Skráning á staðnum og engin skráningargjöld.
 
Einhamar er styrktaraðili mótsins.
 
Kvennadeild Brimfaxa verður með veitingar til sölu og ATH. að það er engin posi á staðnum.

23.05.2014 08:54

Kvennareið Mána

 
Kvennareið Mána verður miðvikud. 28. maí kl. 19:00
Brimfaxakonur! Þið eruð velkomnar að fara með og á heimasíðu Mána má sjá auglýsinguna. Sjá hér: http://mani.is/?p=376
Kveðja, Kvennanefnd.

22.05.2014 22:08

Gæðingakeppni og úrtaka

Gæðingakeppni og úrtaka Mána og Brimfaxa fer fram þann 29 maí nk á Mánagrund.

Í boði eru eftirtaldir flokkar:

Pollar teymdir skráning á [email protected] skráningargjald kr 1.000

Pollar ríðandi skráning á [email protected] skráningargjald kr 1.000

Tamningaflokkur (5 vetra og yngri) skráning á [email protected] skráningargjald kr 3.500

A-flokkur áhugamanna ( tölt, brokk, skeið - riðið eftir þul, 3 inná í einu ) skráning á [email protected] skráningargjald kr 3.500

B-flokkur áhugamanna (tölt, brokk, yfirferð - riðið eftir þul, 3 inná í einu) skráning á [email protected] skráningargjald kr 3.500

Við skráningu þarf að koma fram nafn knapa og hests og í hvaða flokki á að keppa .
Í þessar greinar hér fyrir ofan þarf að greiða með millifærslu: bnr. 0121-26-3873 Kt. 690672-0229 og setja sem skýringu hestaþing 2014 og senda kvittun á [email protected]

Lágmarks þátttaka í áhugamannaflokkana og eru 5 knapar.

Reglur vegna úrtöku:
Á þessu móti fer fram úrtaka Mána  fyrir Landsmót 2014  því verða allir keppnishestar að vera í eigu Mánafélaga. Eigandinn verður að vera skuldlaus við félagið. Að auki verða knapar í yngri flokkum að vera skráðir í Mána og hafa greitt félagsgjöld þar sem það á við. Knapar í fullorðnisflokkum verða vera skráðir í hestamannafélag.  (Frestur til að ganga frá skuldum er til hádegis þann 28 maí 2014)

Barnaflokkur skráningargjald kr 4.500

Unglingaflokkur skráningargjald kr 4.500

Ungmennaflokkur skráningargjald kr 4.500

A-flokkur skráningargjald kr 4.500

B-flokkur skráningargjald kr 4.500

Skráning á mótið er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Keppendur athugið: Boðið verðir upp á tvær umferðir fyrir þá sem vilja og er gjaldið fyrir seinni umferð kr 4.500

Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru:
 Kennitala knapa og nafn
 IS númer hests, nafn og uppruni
 Flokkur sem keppandi vill keppa í
 Kreditkortanúmer og gildistími
 Símanúmer knapa eða forráðamanns

Skráningu lýkur þriðjudaginn 27 maí kl 18.00

Passa þarf að velja mót í efstu línu, velja svo Mána sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti.
Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Hestaþing Mána og Brimfaxa (neðri valmöguleiki). Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu.

Keppandi velur sér keppnisgrein. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: [email protected]

Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.

Grillveisla verður í Mánahöllinni eftir að dagskrá mótsins. Verð í grill fyrir fullorðna er 1500kr og 500kr fyrir börn undir 13 ára. Allir velkomnir og höfum gaman saman.
Skráning í grill er á [email protected]
eða senda sms í síma 869-3530.
Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á [email protected]   Með von um að sjá sem flesta.

Mótanefndir Mána og Brimfaxa

22.05.2014 14:20

Hreinsun

Hreinsunarátakið er í kvöld 22. maí kl. 20:00 í hesthúsahverfinu, allir velkomnir.
 emoticon

21.05.2014 20:22

Töltmótið verður 25. maí

Töltmót Brimfaxa verður sunnudaginn 25. maí kl. 14:00.
 
Breyting hefur verið gerð og keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Pollaflokk, barnaflokki, unglingaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.
5 efstu sætin verðlaunuð í öllum flokkum nema í pollaflokk þá fá allir þáttökuverðlaun.
 
Eingöngu skuldlausir félagmenn hafa þáttökurétt.
Skráning á staðnum og engin skráningargjöld.
 
Einhamar er styrktaraðili mótsins.
 
Kvennadeild Brimfaxa verður með veitingar til sölu á vægu verði, nánar auglýst síðar.
 
Kveðja, mótanefnd

21.05.2014 17:21

Hreinsun 22. maí

Sælt veri fólkið.
Það er ætlunin að vera með hreinsunarátak annað kvöld (22. maí) klukkan 20.00 og geta þá hesthúsaeigendur notað tækifærið og losað sig við plast og annað rusl í gáminn, allt nema járn. Það tekur ekki nema 1-2 tíma að fara yfir svæðið ef að við hjálpumst að við átakið. Gaman væri að sjá sem flesta, ekki láta okkur þessa sömu einstaklinga alltaf sjá um streðið, stöndum saman og höfum gaman.
Kv. formaðurinn

21.05.2014 11:28

Páskabingóið

Páskabingó æskulýðsdeildarinnar var 15. apríl sl.

Styrktaraðilar voru:
 
Arctic horses
Einhamar
Nettó
Vood beita
Brúin
Bryggjan
Bláa lónið
Salthúsið
Aðal-braut
Edith - Betra hár
 
Við þökkum kærlega fyrir styrkina og Stakkavík fyrir aðstöðuna.
Kveðja, æskulýðsnefnd.
 

19.05.2014 09:24

WR mót Spretts

 
Opna WR mót Spretts var haldið 16. - 18. maí sl.
Brimfaxi átti keppanda á mótinu en Aldís Gestsdóttir keppti á Gleði frá Firði og urðu í 4. sæti í A-úrslitum í ungmennaflokki.
Fleiri myndir af Aldísi og Gleði eru í myndaalbúminu.

16.05.2014 16:09

Hestaferð Brimfaxa 22-25 júlí

Skipulag hestaferðar er að byrja og enda í Götu við Hvolsvöll. Búið er að panta 3 skála sem taka 16-20 manns í gistingu.
 

Dagur 1 Gata-Foss ca 25 km 22júlí

Dagur 2 Foss-Hungurfit ca 25 km 23 júlí

Dagur 3 Hungurfit-Einhyrningur 25 km 24 júlí

Dagur 4 Einhyrningur-Gata 40 km 25 júlí

 

Gisting í skálunum kostar ca. 3000-4000 kr. nóttin á manninn.

Hestar 300-500 kr. nóttin fyrir hvern hest.

Upplýsingar og skráning

Jón Ásgeir

[email protected]  eða í síma 899-6757

15.05.2014 15:21

Myndir

Myndir frá verðlaunaafh. og happdrættinu eru komnar í myndaalbúmið.

12.05.2014 21:42

TREC mótið

 
TREC mótið var haldið í frábæru veðri í kennslugerðinu. Nikólína Jónsdóttir tók myndir af öllum krökkunum og verða þær settar fljótlega í myndalbúmið.
 
Miðvikudaginn 14. maí kl. 18:30 (klukkan hálf sjö) verður verðlaunaafhending og happdrætti fyrir keppendur í kennslugerðinu. Hlökkum til að sjá ykkur :)
 
Keppendur og úrslit urðu eftirfarandi:
 
Unglingaflokkur
1 sæti. Hafliði
 
Barnaflokkur
1 sæti. Jakob Máni
2 sæti. Sæþór
 
Ríðandi pollar (allir sigurvegarar)
Lilja Rós
Magnús Máni
Svanþór
 
Teymdir pollar (allir sigurvegarar)
Emilía Snærós
Íris Mjöll
Kamilla Dís
Kristólína
Sindri snær
Svanhildur
Patrekur
 
Kveðja, móta-og æskulýðsnefnd.
 

12.05.2014 13:04

Áburður á beitarhólfin

Ágætu félagsmenn.
Það er ætlunin að bera á beitarhólfin í kvöld kl. 20.00 það er búið að bera á það sem traktorinn komst yfir og  þá er bara eftir að bera á restina.
Mætum  með fötur og hespum þessu af, munið að margar hendur vinna létt verk.
Kv.
Formaðurinn

09.05.2014 23:08

Kilja frá Grindavík í A-úrslit

 
Kilja frá Grindavík fór í A-úrslit í tölti meistaraflokks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.
Knapi hennar er Jakob Svavar Sigurðsson og mun hann mæta með hana í A-úrslitin sunnudaginn 11. maí sem byrjar kl. 20:00.
Eigandi og ræktandi Kilju er Hermann Th. Ólafsson.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af Kilju og Jakobi í forkeppninni í kvöld.

08.05.2014 16:56

TREC mót fyrir börn, unglinga og ungmenni.

 
Brimfaxa-krakkar! Töltmótinu var frestað um hálfan mánuð en laugardaginn 10. maí kl 16:00 (klukkan 4) verður haldið létt og skemmtilegt TREC þrautamót í kennslugerðinu í hesthúsahverfinu og keppt verður í öllum flokkum.
TREC er ný keppnisgrein sem svipar til smala.
 
Keppt verður í:
Teymdir pollar 0 - 9 ára.
Ríðandi pollar  0 - 9 ára .
Barnaflokkur 10 - 13 ára.
Unglingaflokkur 14 - 16 ára.
Ungmennaflokkur 18 - 21 árs.
 
Skráning á staðnum og ekkert þáttökugjald :)
 
Verðlaunaafhending verður með öðruvísi fyrirkomulagi nú en áður, allir fá verðlaunablað á mótstað en við ætlum öll að að hittast í hesthúsahverfinu miðvikudaginn 14. maí kl. 18:30 (klukkan hálf sjö) og afhenda verðlaunapeninga og hafa happdrætti fyrir keppendur. Hlökkum til að sjá ykkur.
 

Kveðja, móta-og æskulýðsnefnd.

 

07.05.2014 22:26

Töltmóti frestað

Töltmót Brimfaxa hefur verið frestað og mótið verður haldið föstudaginn 23. maí.
Nánar auglýst síðar.
Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 754
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 453009
Samtals gestir: 46087
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:17:00