Hólanemar gerðu gamanmyndband árið 2008 um sögu íslensku ásetuna.......fyrr og síðar.
Gaman að þessu.
Hér á síðuna hefur verið sett skoðanakönnun fyrir hestamenn (sem átti að fylgja fyrri frétt um fyrirhuguð reiðnámskeið)
Sjá hér: http://www.brimfaxi.is/blog/2012/11/12/638567/
Til að glöggva sig á hvað þessi skoðanakönnun ber með sér, er vert að skoða og merkja við hvað þú hefur áhuga á og hvað þú vilt læra, en margvísleg kennsla og námskeið getur verið yfir hóp eða einstakling að ósk nemenda.
Taka má dæmi fyrir einkakennslu:
Áttu við vandamál að stríða ? Er hesturinn óþekkur ? Stendur hesturinn ekki kyrr þú ferð á bak ? Þartu að gangsetja ? Ertu hrædd/ur ? Þá er einkakennsla val fyrir þig, en það er alltaf hægt að fá einkakennslu kl: 10:00 á morgnanna, yfir daginn, seint á kvöldin eða um helgar. Einn tími í einkakennslu getur skýrt og gert margt fyrir knapa og hest.
Aðalmarkmið í kennslu hjá Coru er að bæta samskipti og skilning á milli knapa og hests.
Hestur án knapa er bara hestur. Knapi án hests er bara maður.
Þeir sem hafa áhuga á hverskyns reiðkennslu er bent á að hafa samband við Coru í s: 844-6967 eða sent póst á netfangið: [email protected]
Hvað viltu læra?
Til stendur að halda mismunandi reiðnámskeið í vetur og auk þess verður boðið upp á einkakennslu. Það eiga allir að geta fundið eitthvað sem þeim hentar til að bæta sig og hestinn sinn. Fyrirhuguð eru tvö Knapamerkjanámskeið, eitt á 1. stigi og eitt á 3. stigi, þátttaka þarf að vera næg svo hægt sé að halda knapamerkjanámskeið. Það má finna upplýsingar um Knapamerkin á http://knapi.holar.is (smellið líka á merkin sem eru efst á síðunni til að fá frekari upplýsingar). Síðan verður haldið annað námskeið eða önnur og væri þá best ef nemendur gerðu grein fyrir því hvað þeir vildu helst læra.
Boðið verður upp á almennt reiðnámskeið fyrir þá sem vilja, þar sem við reynum að hafa alltaf tvo og tvo saman eftir getu og sníðum kennsluna að hverjum hóp.
En kannski er þörf fyrir byrjendanámskeið fyrir fullorðna?
Hafið þið áhuga á fortamninganámskeiði (tryppi á öðrum og þriðja vetri) eða frumtamninganámskeið þar sem allir mæta með bandvant tryppi og við gerum það reiðfært?
Hafið þið áhuga á að fara á jafnvægisnámskeið þar sem fyrst og fremst er hugsað um að bæta jafnvægi ykkur og ásetuna, þar sem gildir - Betri knapi betri hestur!
Endilega hafið samband við mig og segið frá því sem þið hafið áhuga á!
Ég hef verið að kenna í Grindavík undanfarna vetur í aðstöðunni hjá Mundu og Palla Jóa. Í gegnum tíðina hef ég líka tamið fyrir þau. Í sumar tókum við þá ákvöðun að flytja til Grindavíkur og fluttum við hingað í haust.
Ég er núna með aðstöðu hjá Mundu og Palla Jóa, tek þar hross í þjálfun og býð upp á reiðkennslu.
Fyrir þá sem þekkja mig ekki. Ég heiti Cora Jovanna Claas er 30 ára gömul og fædd í þýskalandi, ég er búin að búa á Íslandi af og til frá 1999 og alveg síðan 2004. Ég er útskrifaður reiðkennari og þjálfari frá Hólum og hef starfað við tamningar frá 1999 og kennslu frá 2007 á Íslandi, í Þýskalandi og Danmörku. Maðurinn min heitir Arnar Bjarki og dóttir mín heitir Katla Björk og er 1árs.
Föstudaginn 9. nóv. kl: 16:00 stendur dómraranefnd LH fyrir opnum fundi í húsakynnum ÍSÍ um dómstörf ársins 2012 bæði á gæðinga- og íþróttamótum. Einnig mun Sigríður Björnsdóttir dýralæknir kynna lokaniðurstöður úr "Klár í keppni" verkefninu. Allir þeir sem áhuga hafa á dómstörfum og velferð hestsins okkar eru boðnir velkomnir.
Föstudaginn 9. nóv. kl: 20:00 verður haldin sölusýning í nýrri reiðhöll á Króki/Margrétarhofi í Ásahrepp.
Laugardaginn 10. nóv. kl: 13 verður folaldasýning Adams í Boganum að Þúfu í Kjós og strax að lokinni sýningu verður haldið hrossauppboð á hrossum á öllum aldri.
Laugardaginn 10. nóv. kl: 20:00 verður svo uppskeruhátíð hestamanna á Broadway.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is